Fréttir

Stjórn FFF fundar með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála

Bryggja i flatey_baldur

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) fór á fund Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, til að fylgja eftir ályktuninni sem send var honum, sveitarstjórn Reykhólahrepps og Vegagerðinni. Ráðherra tók mjög vel á móti stjórnarmönnum og hlustaði á rök FFF. Gyða Steinsdóttir, formaður FFF, rakti sögu viðgerða á bryggjunni, eða öllu heldur skort á þeim og ástand hennar núna. Hún vísaði í skýrslu vegagerðarinnar frá 30. mars 2017 og sýndi einnig myndir sem Hafþór Ingi Þorgrímsson tók neðansjávar og sýna mjög slæmt ástand hennar. Þær myndir styrkja enn frekar mat Vegagerðarinnar og annarra sem hafa lýst slæmu ástandi bryggjunnar. Einnig var rædd viljayfirlýsing frá sveitarstjóra Reykhólahrepps sem afsalar sér ábyrgð á ferjubryggjunni til Vegagerðarinnar.

 

Ráðherra tók undir það sem hefur komið fram um ástandið og sá vel að nauðsynlegt væri að bregðast við. Við vonum að hann láti kné fylgja kviði og geti komið viðgerðum á bryggjunni af stað.

 

Sjá einnig frá um málið á mbl.is

 

Mynd með frétt fengin af mbl.is