Fréttir

Staða skipulagsmála í Flatey

IMG_2294

Á íbúaþingi Framfarafélagsins  og Flateyjarveitna um vistvæna Flatey sem haldið var 21. janúar sl. fóru fulltrúar Landmótunar yfir skipulagsmál og önnur verkefni sem tengjast Flatey. Landmótun hefur unnið fyrir Reykhólahrepp aðalskipulag og ýmis deiliskipulagsmál á undanförnum árum í Flatey.  Farið var yfir ýmis verkefni og þeim lýst en líka að tengja skipulagsvinnuna við þá vinnu sem var til umræðu á íbúaþinginu þ.e.a.s. vistvæn Flatey.

Aðalskipulag Flateyjar
Núverandi aðalskipulag gildir fyrir 2006 – 2018.  Helstu forsendur skipulagsins fjalla um náttúrufar og náttúruminjar, veðurfar, gróðurfar og ástand gróðurs, jarðfræði og landslag, grunnvatn og lindasvæði, dýralíf, náttúruvá, hlunnindi, náttúruminjar.  Gerð er ítarlega grein fyrir íbúum, atvinnu, byggð,  samgöngum, fornminjum og sérhver flokkur síðan greindur sérstaklega.  Hægt er að kynna sér aðalskipulagið á heimasíðu Reykhólahrepps;
http://flatey.com/files/Flatey_a%C3%B0alskipulag%202006-2018.pdf

Deiliskipulag Flatey
Núverandi deiliskipulag tók gildi í janúar 1996.

Deiliskipulag fyrir Tröllenda
Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst fyrst 22. september 2011 og bárust þá fjöldi athugasemda frá Flateyingum og félögum Flateyinga.  Skipulagið var í kjölfarið auglýst aftur 28. mars 2012.  Þessi tillaga að skipulagi var síðan lögð til hliðar vegna andstöðu Flateyinga. Þessi tillaga að deiliskipulagi er að finna á heimasíðu Reykhólahrepps;
http://www.reykholar.is/stjornsysla/adalskipulag/skra/1021/

Skipulag um atvinnusvæði á Tröllenda
Skipulag  þetta felur í sér afmörkun tveggja lóða til atvinnureksturs á Tröllenda sem er í samræmi við aðalskipulag Flateyjar.  Í grendarkynningarferlinu komu fram tvær athugasemdir sem og ósk Flateyjarveitna um afmörkun lóðar undir Tröllendavatnstank.
http://flatey.com/files/DA1303_DEILISK_2013-Deilisk-uppdrattur%20A3-1000.pdf

Byggða- og húsakönnun í Flatey á Breiðafirði
Þessi athyglisverða könnun á húsum og byggingum í Þorpinu var framkvæmd af Guðmundi Lúther Hafsteinssyni sumarið 2006 og er einkar góð og fróðleg lýsing á húsum í Þorpinu. Skýrslan fjallar um byggð og landslag, söguágrip, bæjarumhverfi, hús og heildir utan Þorpsins, byggðarhefð og húsagerðir í Þorpinu og síðan húsin sjálf þar sem saga þeirra er rakin með lýsingu á þeim öllum.  Hægt er að nálgast þessa skýrslu á heimasíðu Reykhólahrepps;  http://www.reykholar.is/byggd_og_saga_-_skyrslur/skra/808/

Stígagerð í Flatey
Framkvæmd var athugun á stígagerð í Flatey vorið 2010 þar sem aðstæður voru metnar með báðum ábúendum í Flatey.  Minnisblað Landmótunar felur í sér hugmyndir um stígagerðina, hugmyndir að ýmsum lausnum og útfærslum við stígagerð, hleðslur, hliðagerð og áfangastaði.  Uppdrátt að stígagerð í Flatey er á slóðinni;
http://www.reykholar.is/stjornsysla/adalskipulag/skra/932/

Umræða eftir framsögu Landmótunar:
Í umræðu kom m.a. fram;
Hefur verið unnið að frárennslismálum í Flatey í kjölfar skýrslu EFLU um þetta mál?
-LM ekki kunnugt um það

Eru sólarrafhlöður raunhæf lausn á rafmagnsmálum eyjarinnar m.t.t. kostnaðar við að koma slíkum sólarsellum upp og er ekki umhverfislýti að slíkum sellum á þökum húsa í Flatey?
-LM taldi að slík lausn yrði aldrei heildarlausn vegna takmarkaðar orkuframleiðslu og það er   einnig umhugsunarefni sjónmengunar af slíkum sellum.  Hugsanleg úrlausn að hluta er „sólarsellugarður“ sem staðsettur yrði fjarri byggð og umgengi fólks.

Spurt var um hvort Landmótun hefði hugmyndir eða skoðun á skipulagi brennusvæðisins í Flatey (austan Tröllenda og niður af bökkunum norðan Læknishúss og Byggðarenda).
-ÁT sagði að Landmótun hefði komið með tillögur um þetta svæði í skipulagsvinnunni um deiliskipulag Flateyjar.  Þar var lagt til að þetta svæði yrði útisvæði þar sem komið yrði fyrir borðum og bekkjum fyrir gesti og gangandi ásamt útileiksvæði fyrir börn.
Í þessu sambandi var upplýst að Framfarafélagið hyggist leggja til fjármuni sem afgangs eru vegna stígagerðar til að byggja upp garða umhverfis svæðið og afmarka brennusvæðis af þannig sómi yrði af þessu svæði.  Uppi eru einnig hugmyndir innan FF um að sækja um styrki til Vegagerðarinnar til uppsetningar borða og bekkja á a.m.k. tveimur stöðum við göngustígana (á bökkunum upp af Teinæringsvogi og á Lundabergi).