Fréttir

Særún siglir í Flatey í fjarveru Baldurs

Særún

Vegna bilunar í aðalvél Baldurs mun farþegaskipið Særún muni sigla út í Flatey tvisvar í viku þ.e. föstudaga og sunnudaga á meðan viðgerð stendur. Áætlaður viðgerðartími mun vera 3 til 4 vikur. Samkvæmt Facebook síðu Sæferða eru næstu ferðir sem hér segir:

Föstudagur 24. nóvember og sunnudagur 26. nóvember.

Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00

Brottför frá Flatey kl. 16:00