Fréttir

Hátíðarmessa í Flateyjarkirkju 11. ágúst

Flateyjarkirkja
Laugardaginn 11. ágúst n.k. kl 14:00 verður hátíðarmessa í Flateyjarkirkju. Okkar ágæti prestur séra Hildur Björk Hörpudóttir mun messa og með í för er hinn frábæri organisti Ingimar Ingimarsson og kór Reykhólaprestakalls.
Þar sem Hildur Björk er að hætta sem prestur Reykhólaprestakalls er þetta kveðjumessa og viljum við Flateyingar og Inneyingar kveðja hana með virtum og þakka fyrir góða viðkynningu og prestþjónustu við Flateyjarkirkju á umliðnum árum.
 
Eftir messu verður öllum kirkjugestum og velunnurum kirkjunnar boðið í messukaffi í Samkomuhúsinu. Við hvetjum alla sem verða í Flatey að sækja messuna í Flateyjarkirkju og hlýða á Guðsorð í okkar fögru og friðsælu kirkju og njóta friðarstundar í kirkju og kveðja okkar góða prest, Hildi Björk. 
 
Með góðum Flateyjarkveðjum 
f.h. Sóknar- og kirkjustjórn Flateyjarkirkju