Fréttir

Fundað með sveitarstjórn Reykhólahrepps

reykholafundur

Föstudaginn 19. febrúar síðastliðinn fundaði stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Tilefni fundarinns voru bréfaskriftir milli FFF og sveitastjórnarinnar varðandi beiðni íbúa í Flatey um flutning stjórnsýslu eyjarinnar til Stykkishólms. Þó bréfið hafi verið undirstaða fundarins var víða komið við í umræðum enda af nógu af taka þegar hagsmunir Flateyjar eru annars vegar. Ljóst er að vilji er af beggja hálfu að standa fyrir málþingi um málefni sveitarfélagsins og Flateyjar. Fundarmenn voru þó sammála um að hafa málþingið ekki sömu helgi og aðalfundur FFF fer fram líkt og áður hafði verið í umræðunni. Stjórn framfarafélagsins þakkar sveitarstjórn Reykhólahrepps fyrir góðan fund og umræður.