Fréttir

Þriðjudagur, 17. apríl 2018 - 18:45

Þessa dagana er í undirbúningi kvikmyndatöka í Flatey fyrir myndina Flateyjargáta.  Fyrirhugað er að byrja kvikmyndatöku í byrjun maí og stendur hún til 20. maí samkvæmt áætlun.

Föstudagur, 6. apríl 2018 - 18:45

Ævar Petersen kom í fyrsta sinn til Flateyjar 1974 til að skoða lifnaðarhætti teistunnar í Flatey og síðan hefur hann komið á hverju sumri. Samhliða fuglaskoðun í Flatey hefur hann ætíð haft hugann við örnefni í eyjunni og skráð þau niður ásamt staðsetningu þeirra og ljósmyndað. En Ævar er ekki einhamur því hann safnar póstkortum frá Breiðafirði, bókum, ritum og ritlingum um Flatey, Breiðafjörð og allt þetta svæði. Hann hefur verið óþreytandi að kynna ekki aðeins þann mikla fróðleik sinn um fugla og líferni þessara fiðraða vina sinna heldur einnig þrautseigju sína í örnefnasöfnun í Flatey.

Þriðjudagur, 3. apríl 2018 - 18:45

Allmiklar umræður hafa verið meðal Flateyinga að undanförnu um framtíð búsetu í Flatey og hvernig bregðast skal við þegar og ef heilsársbúseta í Flatey leggst niður.  Búast má við miklum breytingum í aðstöðu allri í Flatey ef heilsársbúseta leggst af og fjölmargar spurningar vakna sem nauðsynlegt er að svara eða leita svara við.

Pages