Fréttir

Miðvikudagur, 19. mars 2014 - 9:30

Aðalfundur Framfarafélags Flateyjar var haldinn 8. mars sl. Á fundinum var kosinn nýr formaður - Gyða Steinsdóttir í Sunnuhvoli,  fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi. Aðrir í stjórn eru Hörður Gunnarsson, Vesturbúðum - Svava Sigurðardóttir, Eyjólfshúsi - Kristín Ingimarsdóttir, Sólbakka og Kjartan Þór Ragnarsson, Sólheimum. Úr stjórn gengu Ingveldur Eyþórsdóttir og Albert Páll Sigurðsson. Ritnefnd óskar nýrri stjórn  velfarnaðar í starfi - af mörgu er að taka.

Á aðalfundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

Þriðjudagur, 18. mars 2014 - 10:30

Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi skrifar:
Ævar Petersen sá ágæti fuglasérfræðingur og velunnari Flateyjar hefur til margra ára safnað örnefnum í Flatey samhliða því að huga fuglalífi.  Hann hefur nú tekið saman stórmerkilega bók um þetta annað áhugamál sitt sem vonast er til að komi út fljótlega.

Fjölmörg örnefni í þessari bók þykist ég vita að hinn venjulegi Flateyingur viti ekkert um eða hafi heyrt;

Miðvikudagur, 19. febrúar 2014 - 10:45

Á íbúaþingi Framfarafélagsins  og Flateyjarveitna um vistvæna Flatey sem haldið var 21. janúar sl. fóru fulltrúar Landmótunar yfir skipulagsmál og önnur verkefni sem tengjast Flatey. Landmótun hefur unnið fyrir Reykhólahrepp aðalskipulag og ýmis deiliskipulagsmál á undanförnum árum í Flatey.  Farið var yfir ýmis verkefni og þeim lýst en líka að tengja skipulagsvinnuna við þá vinnu sem var til umræðu á íbúaþinginu þ.e.a.s. vistvæn Flatey.

Pages