Fréttir

sunnudagur, 9. febrúar 2014 - 11:15

Veturinn 2009 var vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar haldin í fyrsta skipti í Sjóminjasafninu á Grandagarði. Hátíðin var fjölsótt og heppnaðist vel og þar strengdu menn þess heit að halda þessa hátíð árlega enda góður vettfangur til að hittast utan Flateyjar í góðra vina hópi.

Vesturbúðarmenn hafa legið undir feldi og hafa sent frá sér nánari upplýsingar um Vetrarhátíð Framfarafélagsins 2014 sem haldin verður 8. mars í Skarfinum á Skarfabakka:

Húsið opnar kl. 19:00

Borðhald hefst kl. 20:00

Hátíðarmatseðill Vesturbúðinga

 

Miðvikudagur, 22. janúar 2014 - 11:15

Ólína og Herdís Andrésdætur fæddust í Hólsbúð í Flatey 13. júní 1858.  Þær voru „af hinni merku breiðfirsku skáldaætt, sem séra Matthías gerði frægasta“, eins og séra Jón Auðuns komst að orði í grein um þær systur í Lesbók Morgunblaðsins 1935. (Á mynd Herdís, María og Ólína Andrésdætur).

mánudagur, 6. janúar 2014 - 11:30

Á Eyjaþingi Framfarafélagsins sumarið 2010 var rætt um þá framtíðarsýn sem þátttakendur hefðu til Flateyjar. Megið stefið var:„Gætt verði að jafnvægi manns og náttúru og horft til heildar og langs tíma. Náttúran verði sem ósnortnust og leitað stöðugleika milli náttúruverndar og frálsræðis í ferðum og aðgengi. Flatey verði eins sjálfbært samfélag og kostur er“.

Pages