Fréttir

Föstudagur, 12. júní 2015 - 1:00

Gunnar Sveinsson skrifar:
Það er alveg með einsdæmum hve Flateyingar eru duglegir að dytta að húsum sínum og gera vel við eignir sínar í Flatey.  Tekið er eftir og umtalað hve húsin í Flatey eru velviðhaldin, fallega uppgerð og bera fagurt vitni um heilstæða fallega húsamynd fyrri tíðar.

Að undanförnu og á síðasta ári hafa fjölmörg hús í Flatey fengið mikla útlitsbetrun og „yfirhalningu“.  Vil ég nefna hér nokkur dæmi um þessa góðu umhirðu húsa í Flatey.

Bentshús
mánudagur, 8. júní 2015 - 22:00

All mikil umræða varð um komu skemmtiferðaskipa til Flateyjar á síðasta aðalfundar Framfarafélags Flateyjar í mars mánuði s.l.  Bent var á að fjöldi skipa komi árlega til Flateyjar en engar tekjur komi í hlut Flateyjar eða íbúa hennar við þessar skipakomur. 

sunnudagur, 7. júní 2015 - 22:30

Föstudagurinn 4. júní rann upp fagur og bjartur.  Sól og hægur andvari af norðan.  Mikil breyting eftir langvarandi stífa norð-austan átt með allnokkrum kulda.
Nú var gott að fara í dúnleitir upp í Skeley, Stikkiseyjar, Sultarhólma og Sandey. Eftir komu Baldurs var bátur Magnúsar, Bliki gerður klár, gúmmíbáturinn Loftmalakof bundinn aftan í og allþung keðja bundin í bandi við gúmmíbátinn svo hann yrði stöðugri í drætti.  Um borð kom hópur vaskra leitunarmanna er samanstóð af Magnúsi í Krákuvör, Gunnari í Eyjólfshúsi, Þórdísi, Hjalta, Sædísi og Einari Óla í Krákuvör.

Pages