Fréttir

Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 - 11:45

Stjórn Framfarafélags Flateyjar átti fund með framkvæmdastjóra Sæferða nú í nóvember. Á fundinum var meðal annars rætt um túlkun á samningi Sæferða við Vegagerðina vegna vetraráætlunar. 

Fimmtudagur, 19. nóvember 2015 - 14:00

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) hefur sent sveitarstjórn Reykhólahrepps ályktun þar sem hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá málsmeðferð sveitarstjórnar Reykhólahrepps að leggjast gegn ósk íbúa Flateyjar um að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Í ályktuninni óskar stjórn FFF eftir nánari útskýringum og rökstuðningi frá sveitarstjórn Reykhólahrepps og skorar á hana að endurskoða þessa einörðu afstöðu sína til eðlilegra óska íbúa Flateyjar.

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 - 14:45
Erindi íbúa Flateyjar, varðandi viðhorf sveitarstjórnar Reykhólahrepps til þess að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólms, var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps sl. fimmtudag. Í stuttu máli leggst sveitarstjórnin gegn flutningnum, telur hann ekki þjóna hagsmunum Reykhólahrepps og erfitt sé að sjá grundvöll fyrir því að hagsmunum íbúa eyjarinnar sé betur borgið ef stjórnsýsla hennar heyrði undir Stykkishólmsbæ.
 
Fundargerðina í heild sinni má nálgast hér.
Flatey

Pages