Fréttir

mánudagur, 15. maí 2017 - 21:30

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) fór á fund Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, til að fylgja eftir ályktuninni sem send var honum, sveitarstjórn Reykhólahrepps og Vegagerðinni. Ráðherra tók mjög vel á móti stjórnarmönnum og hlustaði á rök FFF. Gyða Steinsdóttir, formaður FFF, rakti sögu viðgerða á bryggjunni, eða öllu heldur skort á þeim og ástand hennar núna. Hún vísaði í skýrslu vegagerðarinnar frá 30. mars 2017 og sýndi einnig myndir sem Hafþór Ingi Þorgrímsson tók neðansjávar og sýna mjög slæmt ástand hennar.

Fimmtudagur, 4. maí 2017 - 21:45

Í fjarveru ferjunnar Baldurs mun farþegaferjan Særún sjá um ferðir útí Flatey tímabilið 1.- 20. maí 2017. Starfsfólk Sæferða vill árétta að mikilvægt sé að panta í þessar ferðir, bæði í og úr Flatey því báturinn mun ekki bíða ef enginn er skráður til baka.

Áætlun Særúnar má nálgast hér.

Þriðjudagur, 18. apríl 2017 - 22:30

Á aðalfundi Framfarafélags Flateyjar, sem haldinn var í Reykjavík 11.3.2017 var samþykkt neðangreind ályktun:

Pages