Fréttir

Miðvikudagur, 7. júní 2017 - 23:30

Samkvæmt Birni Samúelssyni á Reykhólmum, sem sér um veðurathuganarstöðina í Flatey, hefur aðgangur verið sameinaður inn á veðurstöðvar í Flatey og Brjánslæk á síðunni www.netbiter.net.

Laugardagur, 3. júní 2017 - 10:00

Framfarafélagið stendur fyrir hreinsunardegi í Flatey á morgun (Hvítasunnudag, 4.júní) kl. 14 og er mæting á reitnum fyrir framan hótelið þar sem ruslapokar verða afhentir. Að vinnu lokinni munum við grilla pylsur og gera okkur glaðan dag. Hlökkum til að sjá þig!

 

mánudagur, 15. maí 2017 - 21:45
Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Reykhólahrepps, Framfarafélags Flateyjar og ábúenda í Flatey unnið að endurnýjun auglýsingar um friðlandið og stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið. Tillögurnar eru lagðar fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum er til 22. júní 2017.
 

Pages