Fréttir

Föstudagur, 24. nóvember 2017 - 10:45

Vegna bilunar í aðalvél Baldurs mun farþegaskipið Særún muni sigla út í Flatey tvisvar í viku þ.e. föstudaga og sunnudaga á meðan viðgerð stendur. Áætlaður viðgerðartími mun vera 3 til 4 vikur. Samkvæmt Facebook síðu Sæferða eru næstu ferðir sem hér segir:

Föstudagur 24. nóvember og sunnudagur 26. nóvember.

Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00

Brottför frá Flatey kl. 16:00

 

Laugardagur, 12. ágúst 2017 - 14:00

Ágætu Flateyingar, Inneyingar, velunnarar Flateyjar og allir sem verða í Flatey á laugardaginn.

Laugardagur, 15. júlí 2017 - 13:45

Laugardaginn 22. júlí verður haldið málþing á Frystihúsloftinu í Flatey undir yfirskriftinni „Flatey - Horft um Öxl". Á málþinginu munu níu fornleifa- og sagnfræðingar flytja ákaflega áhugaverð erindi sem engin áhugamanneskja um Flatey má láta fram hjá sér fara. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 9:00 og standa til kl. 16:30, með hádegis- og kaffihléum. Að loknum fyrirlestrum verða pallborðsumræður og er áætlað að þeim ljúki kl. 17:30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Pages