Fréttir

Framfarafélagið óskar eftir framboðum í stjórn

logo fffnytt

Framfarafélag Flateyjar heldur aðalfund þann 3. mars nk. og óskar eftir framboðum í stjórn félagsins. Kristín Ingimarsdóttir mun víkja úr stjórn að þessu sinni, en lög félagsins leyfa að hámarki 6 ára setu sem hún hefur nú fyllt með miklum sóma. Aðrir núverandi meðlimir stjórnar gefa að sjálfsögðu kost á sér áfram, enda hrikalega gefandi og skemmtilegt að vinna að hagsmunum Flateyinga. Áhugasamir sendi framboð og fyrirspurnir á Gyðu Steinsdóttur, gydast@simnet.is, formann Framfarafélags Flateyjar.