Fréttir

Frábær helgi framundan í Flatey

sól í flatey

Mikið verður um að vera í Flatey um helgina og eru þeir sem þar dvelja beðnir um að taka með sér góða skapið og a.m.k. sólarvörn nr. 30 því spáin er sólrík. Dagskráin er annars á þessa leið:

Föstudagur
kl. 21:00 Bingó í Frystihúsinu með glæsilegum vinningum – allir fá 1 frítt spjald, en þeir sem eru þvílíkt peppaðir geta keypt sér aukaspjald á 500 kr. 

Laugardagur
kl. 11:00 Ratleikur fyrir alla fjölskylduna – mæting við Frystihúsið
kl. 14:00 Hátíðarmessa í Flateyjarkirkju og messukaffi í samkomusal Hótels Flateyjar að henni lokinni
kl. 15:30 Leikir og andlitsmálun fyrir krakka á öllum aldri á reitnum fyrir framan Hótel Flatey
kl. 19:00 Hið ævintýralega saltfisks- og síldarhlaðborð í samkomusal Hótels Flateyjar framreidd af gestakokkinum Úlfi Bergmann (Bentshúsi).

Vekjum annars athygli á að tímasetningar og dagskrá geta breyst lítillega – þetta er jú Flatey þar sem tíminn er afstæður og allir hressir. Hvetjum því fólk til að fylgjast með tilkynningum hér á heimasíðu FFF, Facebook síðunni Flateyingar og almennt á förnum vegi þegar í eyjuna er komið.

Með sólríkri kveðju,
Stjórn FFF