Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi skrifar: Í hugum fjölmargra Flateyinga er Flateyjar-Freyr trékarl austast á eyjunni sem er búinn að standa þar fyrir veðri og vindum um tugi ára. Í hugum barna og unglinga er þessi sami Freyr ”tippakarlinn” sem gaman er að heimsækja á sólríkum dögum og setja skeljar við og hengja á hann þara og fjörugróður. En í rauninni er Flateyjar-Freyr svo miklu, miklu meira og saga hans bæði margslunginn og áhugaverð þannig að nauðsynlegt er að halda henni á lofti.