Forsíða

Fréttir

mánudagur, 15. febrúar 2016 - 21:45

Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 12. mars nk. í félagsheimili Fáks í Víðidal. 

Veislustjórn er í höndum Byggðarendafólks og eru allar líkur á að þau fari með gamanmál og önnur mál eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitin Royal mun leika fyrir dansi.

Miðaverð er kr. 6.500 og lágmarksálagning verður á barnum. 

Skráning á hátíðina sendist á netfangið sudurtun34@simnet.is

Miðvikudagur, 10. febrúar 2016 - 22:00
Stjórn Framfarafélags Flateyjar óskar eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna félagsins. Með Umhverfisverðlaunum Framfarafélagsins vill félagið efla vitund félagsmanna fyrir bættri umgengni í Flatey og verða verðlaunin afhent á vetrarhátíð félagsins 12. mars nk. Tilnefningar með rökstuðningi skulu berast á gydast@simnet.is fyrir 25. febrúar 2016.
Þau hús sem fengið hafa verðlaunin frá stofnun þeirra eru:
 
2014 Strýta
2013 Frystihúsið
2012 Vorsalir
2011 Krákuvör
Miðvikudagur, 10. febrúar 2016 - 9:45

Framfarafélag Flateyjar heldur aðalfund þann 12. mars nk. og óskar eftir framboðum í stjórn félagsins. Þau Hörður Gunnarsson og Svava Sigurðardóttir munu víkja úr stjórn að þessu sinni, en lög félagsins leyfa að hámarki 6 ára setu sem þau hafa nú fyllt með miklum sóma. Aðrir núverandi meðlimir stjórnar gefa að sjálfsögðu kost á sér áfram, enda hrikalega gefandi og skemmtilegt að vinna að hagsmunum Flateyinga. Áhugasamir sendi framboð og fyrirspurnir á Gyðu Steinsdóttur, gydast@simnet.is, formann Framfarafélags Flateyjar.

Þriðjudagur, 9. febrúar 2016 - 21:30

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) fundaði þann 28. janúar síðastliðinn. Fundargerðin ásamt öllum fundargerðum núverandi stjórnar er aðgengileg HÉR.

Pages