Forsíða

Fréttir

Miðvikudagur, 2. mars 2016 - 17:15

Kafli úr sögu Lukku - hleypt í Höskuldsey.  Það var að áliðinni góu, veturinn 1941. Faðir minn, Jens Nikulásson bóndi í Sviðnum, hafði Öllu og Summa í húsmennsku þetta ár. Þau bjuggu frammi á dyralofti og hétu fullu nafni Aðalheiður Ólafsdóttir og Sumarliði Sigurðsson. Annað heimilisfólk var móðir mín Dagbjört Andrésdóttir og amma, Klásína Guðfinnsdóttir að ógleymdum honum Eiði Stefánssyni, sem tilheyrði hugarheimi bernsku minnar, álíka forn og veðurbarinn eins og hlaðni túngarðurinn neðan við Flötina, eða Varðan á Kastalanum.

Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 - 23:30
Aðalfundur Framfarafélags Flateyjar verður haldinn laugardaginn 12. mars n.k. klukkan 14:00 í sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík. Salurinn heitir Konnakot og er á 2. hæð (bjalla 204).
 
Dagskrá aðalfundar Framfarafélagsins er eftirfarandi:
  1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2015.
  2. Reikningar félagsins fyrir árið 2015 lagðir fram til umræðu og samþykktar.
  3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 lögð fram til umræðu og samþykktar.
Þriðjudagur, 23. febrúar 2016 - 22:30

Föstudaginn 19. febrúar síðastliðinn fundaði stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Tilefni fundarinns voru bréfaskriftir milli FFF og sveitastjórnarinnar varðandi beiðni íbúa í Flatey um flutning stjórnsýslu eyjarinnar til Stykkishólms. Þó bréfið hafi verið undirstaða fundarins var víða komið við í umræðum enda af nógu af taka þegar hagsmunir Flateyjar eru annars vegar. Ljóst er að vilji er af beggja hálfu að standa fyrir málþingi um málefni sveitarfélagsins og Flateyjar.

mánudagur, 15. febrúar 2016 - 21:45

Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 12. mars nk. í félagsheimili Fáks í Víðidal. 

Veislustjórn er í höndum Byggðarendafólks og eru allar líkur á að þau fari með gamanmál og önnur mál eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitin Royal mun leika fyrir dansi.

Miðaverð er kr. 6.500 og lágmarksálagning verður á barnum. 

Skráning á hátíðina sendist á netfangið sudurtun34@simnet.is

Pages