Hin árlega Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 12. mars nk. í félagsheimili Fáks í Víðidal.
Veislustjórn er í höndum Byggðarendafólks og eru allar líkur á að þau fari með gamanmál og önnur mál eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitin Royal mun leika fyrir dansi.
Miðaverð er kr. 6.500 og lágmarksálagning verður á barnum.
Skráning á hátíðina sendist á netfangið sudurtun34@simnet.is