Forsíða

Fréttir

Miðvikudagur, 10. febrúar 2016 - 9:45

Framfarafélag Flateyjar heldur aðalfund þann 12. mars nk. og óskar eftir framboðum í stjórn félagsins. Þau Hörður Gunnarsson og Svava Sigurðardóttir munu víkja úr stjórn að þessu sinni, en lög félagsins leyfa að hámarki 6 ára setu sem þau hafa nú fyllt með miklum sóma. Aðrir núverandi meðlimir stjórnar gefa að sjálfsögðu kost á sér áfram, enda hrikalega gefandi og skemmtilegt að vinna að hagsmunum Flateyinga. Áhugasamir sendi framboð og fyrirspurnir á Gyðu Steinsdóttur, gydast@simnet.is, formann Framfarafélags Flateyjar.

Þriðjudagur, 9. febrúar 2016 - 21:30

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) fundaði þann 28. janúar síðastliðinn. Fundargerðin ásamt öllum fundargerðum núverandi stjórnar er aðgengileg HÉR.

Þriðjudagur, 29. desember 2015 - 17:30

Stjórn Framfarafélags Flateyjar óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Þriðjudagur, 29. desember 2015 - 16:30
Á heimasíðu Reykhólahrepps segir frá að Ályktun frá stjórn Framfarafélags Flateyjar hafi verið lögð fram og rædd á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps.
 
Í svari sveitarstjórnar til stjórnar Framfarafélagsins eru einstakir efnisþættir ræddir og spurningum svarað. Í svarbréfinu kemur fram mikill vilji til þess að sinna hagsmunum Flateyinga sem best. Eftir að fjallað hefur verið um einstakar spurningar frá stjórn FFF segir í svarbréfinu:
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012

Pages