Forsíða

Fréttir

Fimmtudagur, 7. apríl 2016 - 21:30

Framfarafélag Flateyjar stendur fyrir vinnuferð í eyjuna fögru helgina 15.-17. apríl nk. Fyrir utan að gleðjast með góðu fólki er markmið ferðarinnar að lagfæra stíga, undirbúa áningarstaði og fegra í kringum brennustæðið. Þessa sömu helgi verður vinnuferð Flateyjarveitna þar sem tvær stofnlagnir vatnsveitunnar verða hreinsað og klórað. Jafnframt er frágangur í Grænagarðsdæluhúsi og skipt verður um þrjá heimæðarkrana. Stjórn FV biður fólk í Ásgarði, Vogi, á hótelinu og í Eyjólfshúsi að athuga að klór verður látinn liggja í vatnslögn frá kl 12:00 föstudaginn 15.

Miðvikudagur, 30. mars 2016 - 23:15

Fyrirhuguðu málþingi með fulltrúum Reykhólahrepps um málefni Flateyjar hefur verið frestað fram á sumar. Til stóð að málþingið færi fram í Reykjavík þann 8. apríl nk., en eftir viðræður við sveitarstjóra Reykhólahrepps þótti skynsamlegast að fresta fundi til 27. júní og að hann færi fram í Flatey til tryggja þátttöku íbúa eyjarinnar sem best. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

Þriðjudagur, 22. mars 2016 - 17:30
Reykhólahreppur óskar eftir starfsmanni í Flatey á Breiðafirði í sumar. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tvo mánuði, eða eftir samkomulagi, við almenn störf í eyjunni. Þar má nefna slátt og hirðingu, hreinsun og tiltekt á opnum svæðum, viðhald stíga og aðstoð á höfninni við komu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Jafnframt þessu almenna aðstoð og upplýsingagjöf við íbúa, sumarhúsaeigendur og ferðafólk sem sækir eyjuna heim.
 
Miðvikudagur, 2. mars 2016 - 17:15

Kafli úr sögu Lukku - hleypt í Höskuldsey.  Það var að áliðinni góu, veturinn 1941. Faðir minn, Jens Nikulásson bóndi í Sviðnum, hafði Öllu og Summa í húsmennsku þetta ár. Þau bjuggu frammi á dyralofti og hétu fullu nafni Aðalheiður Ólafsdóttir og Sumarliði Sigurðsson. Annað heimilisfólk var móðir mín Dagbjört Andrésdóttir og amma, Klásína Guðfinnsdóttir að ógleymdum honum Eiði Stefánssyni, sem tilheyrði hugarheimi bernsku minnar, álíka forn og veðurbarinn eins og hlaðni túngarðurinn neðan við Flötina, eða Varðan á Kastalanum.

Pages