Forsíða

Fréttir

Miðvikudagur, 19. febrúar 2014 - 10:45

Á íbúaþingi Framfarafélagsins  og Flateyjarveitna um vistvæna Flatey sem haldið var 21. janúar sl. fóru fulltrúar Landmótunar yfir skipulagsmál og önnur verkefni sem tengjast Flatey. Landmótun hefur unnið fyrir Reykhólahrepp aðalskipulag og ýmis deiliskipulagsmál á undanförnum árum í Flatey.  Farið var yfir ýmis verkefni og þeim lýst en líka að tengja skipulagsvinnuna við þá vinnu sem var til umræðu á íbúaþinginu þ.e.a.s. vistvæn Flatey.

Þriðjudagur, 18. febrúar 2014 - 11:00

Kristín Ingimarsdóttir stjórnarmaður í FF skrifar:
Framfarafélag Flateyjar hefur unnið að því að undanförnu að koma á möguleikum til að flokka sorp í Flatey.  Mjög margir flokka nú þegar á sínum heimilum og við fundum fyrir vilja til að koma slíku kerfi á í Flatey.  Þessi vinna var kynnt stuttlega á íbúaþinginu sem haldið var í janúar.
Í samstarfi við Íslenska gámafélagið er búið að skipuleggja hvernig við megum ganga frá sorpi og flokka í gámana á bryggjunni.

sunnudagur, 9. febrúar 2014 - 11:15

Veturinn 2009 var vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar haldin í fyrsta skipti í Sjóminjasafninu á Grandagarði. Hátíðin var fjölsótt og heppnaðist vel og þar strengdu menn þess heit að halda þessa hátíð árlega enda góður vettfangur til að hittast utan Flateyjar í góðra vina hópi.

Vesturbúðarmenn hafa legið undir feldi og hafa sent frá sér nánari upplýsingar um Vetrarhátíð Framfarafélagsins 2014 sem haldin verður 8. mars í Skarfinum á Skarfabakka:

Húsið opnar kl. 19:00

Borðhald hefst kl. 20:00

Hátíðarmatseðill Vesturbúðinga

 

Miðvikudagur, 22. janúar 2014 - 11:15

Ólína og Herdís Andrésdætur fæddust í Hólsbúð í Flatey 13. júní 1858.  Þær voru „af hinni merku breiðfirsku skáldaætt, sem séra Matthías gerði frægasta“, eins og séra Jón Auðuns komst að orði í grein um þær systur í Lesbók Morgunblaðsins 1935. (Á mynd Herdís, María og Ólína Andrésdætur).

Pages