Forsíða

Fréttir

mánudagur, 11. maí 2015 - 19:00

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Eimskip keypt rekstur Sæferða en félagið rekur ferjuna Baldur og útsýnisbátinn Særúnu. Við þessa breytingu fara þau hjónin Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir út úr rekstrinum og skila góðu búi til nýrra eiganda. Heimasíða Framfarafélagsins veit að talað er fyrir hönd allra Flateyinga þegar þeim hjónum er þakkað fyrir góða þjónustu og velvild í garð heimamanna og sumarhúsaeiganda.

Gamli Baldur
Þriðjudagur, 28. apríl 2015 - 15:00

Töluverður fjöldi fólks var í Flatey um síðustu helgi, margir notuðu tækifærið og lengdu dvöl sína með því að fara á sumardaginn fyrsta. Kári hafði greinalega ekki fylgst með dagatalinu, það var snjódrífa þegar ferðalangar mættu á bryggjuna í Flatey. Hvasst var alla helgina og frost, einhverjir lentu í vandræðum með að halda hita á húsum og vatnsinntök frusu.

Snjóaði á sumardaginn fyrsta
Þriðjudagur, 28. apríl 2015 - 14:00

Í einhverju stórviðrinu í vetur hefur orðið stórtjón á byggingum sem ungir og athafnasamir Flateyingar hafa reist við Lómatjörnina. Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í Lómatjörnina. Ekki náðist í neinn af eigendum  húsanna við gerð fréttarinnar en ljóst er að tjónið er mikið og jafnvel í sumum tilfellum hefur orðið altjón.
Um helgina var byrjað að hreinsa til og flytja rústirnar á brennustæðið, farnar voru um 10 ferðir og er enn töluvert eftir.

Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í Lómatjörnina
Laugardagur, 21. mars 2015 - 18:00

Gyða Steinsdóttir - formaður Framfarafélagsins skrifar:
Nú er komið að þeim ánægjulega áfanga að ný heimasíða hefur verðið tekin í notkun. Undirbúningsvinna hefur staðið í nokkur ár og að baki hennar liggja margar klukkustundir í vinnu sjálfboðaliða innan Flateyjarsamfélagsins. Tilgangur með uppsetningu nýrrar síðu er m.a. að Flateyingar geti komið fréttum á framfæri og skipst á skoðunum. Auk þess er síðan vettvangur miðlunar fróðleiks og mynda um Flatey fyrr og nú.

Gyða Steinsdóttir

Pages