Forsíða

Fréttir

Föstudagur, 12. júní 2015 - 1:00

Gunnar Sveinsson skrifar:
Það er alveg með einsdæmum hve Flateyingar eru duglegir að dytta að húsum sínum og gera vel við eignir sínar í Flatey.  Tekið er eftir og umtalað hve húsin í Flatey eru velviðhaldin, fallega uppgerð og bera fagurt vitni um heilstæða fallega húsamynd fyrri tíðar.

Að undanförnu og á síðasta ári hafa fjölmörg hús í Flatey fengið mikla útlitsbetrun og „yfirhalningu“.  Vil ég nefna hér nokkur dæmi um þessa góðu umhirðu húsa í Flatey.

Bentshús
mánudagur, 8. júní 2015 - 22:00

All mikil umræða varð um komu skemmtiferðaskipa til Flateyjar á síðasta aðalfundar Framfarafélags Flateyjar í mars mánuði s.l.  Bent var á að fjöldi skipa komi árlega til Flateyjar en engar tekjur komi í hlut Flateyjar eða íbúa hennar við þessar skipakomur. 

sunnudagur, 7. júní 2015 - 22:30

Föstudagurinn 4. júní rann upp fagur og bjartur.  Sól og hægur andvari af norðan.  Mikil breyting eftir langvarandi stífa norð-austan átt með allnokkrum kulda.
Nú var gott að fara í dúnleitir upp í Skeley, Stikkiseyjar, Sultarhólma og Sandey. Eftir komu Baldurs var bátur Magnúsar, Bliki gerður klár, gúmmíbáturinn Loftmalakof bundinn aftan í og allþung keðja bundin í bandi við gúmmíbátinn svo hann yrði stöðugri í drætti.  Um borð kom hópur vaskra leitunarmanna er samanstóð af Magnúsi í Krákuvör, Gunnari í Eyjólfshúsi, Þórdísi, Hjalta, Sædísi og Einari Óla í Krákuvör.

Laugardagur, 16. maí 2015 - 19:45

Karl Gunnarsson í Vertshúsi skrifar úr Flatey. Það er fátt skemmtilegra en að fara með kíki, í góðu veðri leggjast í grasið og skoða fugla. Fuglar eru áberandi í náttúrunni, tiltölulega stórir og eru stöðugt á hreyfingu. Þó að margar aðrar lífverur séu jafnáhugaverðar bæði hvað varðar atferli og lifnaðarhætti þá draga fuglar samt alltaf athyglina að sér. Það eru e.t.v. bara menn sem draga að sér meiri athygli. Það þykir hins vegar ekki viðeigandi að sitja með kíki og stúdera atferli nágrannanna.

Karl Gunnarsson

Pages