Forsíða

Fréttir

Þriðjudagur, 29. desember 2015 - 17:30

Stjórn Framfarafélags Flateyjar óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Þriðjudagur, 29. desember 2015 - 16:30
Á heimasíðu Reykhólahrepps segir frá að Ályktun frá stjórn Framfarafélags Flateyjar hafi verið lögð fram og rædd á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps.
 
Í svari sveitarstjórnar til stjórnar Framfarafélagsins eru einstakir efnisþættir ræddir og spurningum svarað. Í svarbréfinu kemur fram mikill vilji til þess að sinna hagsmunum Flateyinga sem best. Eftir að fjallað hefur verið um einstakar spurningar frá stjórn FFF segir í svarbréfinu:
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012
Fimmtudagur, 26. nóvember 2015 - 11:45

Stjórn Framfarafélags Flateyjar átti fund með framkvæmdastjóra Sæferða nú í nóvember. Á fundinum var meðal annars rætt um túlkun á samningi Sæferða við Vegagerðina vegna vetraráætlunar. 

Fimmtudagur, 19. nóvember 2015 - 14:00

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) hefur sent sveitarstjórn Reykhólahrepps ályktun þar sem hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá málsmeðferð sveitarstjórnar Reykhólahrepps að leggjast gegn ósk íbúa Flateyjar um að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Í ályktuninni óskar stjórn FFF eftir nánari útskýringum og rökstuðningi frá sveitarstjórn Reykhólahrepps og skorar á hana að endurskoða þessa einörðu afstöðu sína til eðlilegra óska íbúa Flateyjar.

Pages