Forsíða

Fréttir

Fimmtudagur, 4. ágúst 2016 - 23:00

Ágætu Flateyingar, Inneyingar, velunnarar Flateyjar og allir sem verða í Flatey á laugardaginn.

Hátíðarmessa verður í Flateyjarkirkju laugardaginn 6. ágúst nk. kl. 14:00. Okkar nýi prestur sr. Hildur Björk Hörpudóttir mun messa, organisti er Halldór Þórðarson og verður kór Reykholtsprestakalls með í för til að gleðja okkur með söng. Ítarlegri messuskrá verður dreift meðal kirkjugesta þannig að allir geta sungið með og altarisganga verður í okkar fallegu kirkju. 

Fimmtudagur, 21. júlí 2016 - 12:15

Næstkomandi þriðjudag (26. júlí) stendur Framfarafélag Flateyjar fyrir skyndihjálparnámskeiði í Saltkjallarnum á Hótel Flatey. Á námskeiðinu verður farið sérstaklega yfir fyrstu viðbrgöð við slysum í Flatey og munu þátttakendur fá kennslu og leiðsgn í skyndihjálp og endurlífgun. Leiðbeinandi er Einar Þór Strand, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður.

Námskeiðið hefst kl. 14:00 og er aðgangur ókeypis. Við hvetjum alla íbúa, húseigendur og gesti til að mæta - það gæti skipt sköpum þegar á reynir.

Föstudagur, 24. júní 2016 - 18:15
Kæru Flateyingar nær og fjær,
 
Minnum á fund Reykhólahrepps og Framfarafélagsins (FFF) um málefni Flateyjar sem haldinn verður mánudaginn 27. júní nk. í Saltkjallaranum á Hótel Flatey. Um er að ræða fund sem fyrirhugaður var 8. apríl sl., en var frestað þar til nú. Frá Reykhólahreppi munu mæta til fundarins fulltrúar sveitarstjórnar, dreifbýlisnefndar og slökkviliðs, en það er einmitt stefnt á að halda slökkviliðsæfingu fyrr um daginn. Þennan sama dag verða fulltrúar frá siglingasviði Vegagerðarinnar í eyjunni til að skoða höfnina og landbrot. 
Þriðjudagur, 10. maí 2016 - 22:15

Framfarafélagið stendur fyrir hreinsunardegi í Flatey nk. laugardag kl. 14 og er mæting á reitnum fyrir framan hótelið þar sem ruslapokar verða afhentir. Ef yfirborðsefni verður komið til stígagerðar eru félagsmenn FFF beðnir um að hjálpa til við að klára það verk. Að vinnu lokinni munum viið grilla pylsur og gera okkur glaðan dag. Hlökkum til að sjá þig!

Pages