Forsíða

Fréttir

Þriðjudagur, 10. maí 2016 - 22:15

Framfarafélagið stendur fyrir hreinsunardegi í Flatey nk. laugardag kl. 14 og er mæting á reitnum fyrir framan hótelið þar sem ruslapokar verða afhentir. Ef yfirborðsefni verður komið til stígagerðar eru félagsmenn FFF beðnir um að hjálpa til við að klára það verk. Að vinnu lokinni munum viið grilla pylsur og gera okkur glaðan dag. Hlökkum til að sjá þig!

Þriðjudagur, 19. apríl 2016 - 23:15

Fundargerð aðalfundar Framfarafélags Flateyjar 2016 má nálgast hér.

Fimmtudagur, 7. apríl 2016 - 21:30

Framfarafélag Flateyjar stendur fyrir vinnuferð í eyjuna fögru helgina 15.-17. apríl nk. Fyrir utan að gleðjast með góðu fólki er markmið ferðarinnar að lagfæra stíga, undirbúa áningarstaði og fegra í kringum brennustæðið. Þessa sömu helgi verður vinnuferð Flateyjarveitna þar sem tvær stofnlagnir vatnsveitunnar verða hreinsað og klórað. Jafnframt er frágangur í Grænagarðsdæluhúsi og skipt verður um þrjá heimæðarkrana. Stjórn FV biður fólk í Ásgarði, Vogi, á hótelinu og í Eyjólfshúsi að athuga að klór verður látinn liggja í vatnslögn frá kl 12:00 föstudaginn 15.

Miðvikudagur, 30. mars 2016 - 23:15

Fyrirhuguðu málþingi með fulltrúum Reykhólahrepps um málefni Flateyjar hefur verið frestað fram á sumar. Til stóð að málþingið færi fram í Reykjavík þann 8. apríl nk., en eftir viðræður við sveitarstjóra Reykhólahrepps þótti skynsamlegast að fresta fundi til 27. júní og að hann færi fram í Flatey til tryggja þátttöku íbúa eyjarinnar sem best. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

Pages