Forsíða

Fréttir

Þriðjudagur, 5. desember 2017 - 17:45

Stjórn Framfarafélagsins á í viðræðum við Sæferðir varðandi ferðir út í Flatey yfir hátíðarnar. Að því tilefni hefur verið sett upp könnun á Facebook síðunni Flateyingar þar sem fólk er beðið um að segja hvenær það ætlar að dvelja í Flatey yfir jól og/eða áramót. Við hvetjum alla til að taka þátt svo hægt sé að koma með sem bestar tillögur að ferðum til Sæferða.

Miðvikudagur, 29. nóvember 2017 - 17:30

Bilunin sem varð á aðalvél Baldurs fyrir viku síðan reyndist meiri við nánari skoðun. Búið er að taka vélina úr og er unnið að fullum krafti að viðgerð. Samkvæmt Gunnlaugi Grettissyni famkvæmdastjóra Sæferða mun Breiðafjaraferjan Baldur ekki sigla að nýju fyrr en í byrjun Janúar á næsta ári og munu verða sendar út tilkynningar um leið og nánari tímasetningar liggja fyrir.

Föstudagur, 24. nóvember 2017 - 10:45

Vegna bilunar í aðalvél Baldurs mun farþegaskipið Særún muni sigla út í Flatey tvisvar í viku þ.e. föstudaga og sunnudaga á meðan viðgerð stendur. Áætlaður viðgerðartími mun vera 3 til 4 vikur. Samkvæmt Facebook síðu Sæferða eru næstu ferðir sem hér segir:

Föstudagur 24. nóvember og sunnudagur 26. nóvember.

Brottför frá Stykkishólmi kl. 15:00

Brottför frá Flatey kl. 16:00

 

Laugardagur, 12. ágúst 2017 - 14:00

Ágætu Flateyingar, Inneyingar, velunnarar Flateyjar og allir sem verða í Flatey á laugardaginn.

Pages