Fréttir

Fjölmennur aðalfundur Framfarafélagsins

aðalfundur

Laugardaginn 14. mars var haldinn aðalfundur Framfarafélags Flateyjar í KR heimilinu í Frostaskjóli. Góð mæting var á fundinum og fóru fram líflegur umræður um málefni Flateyjar s.s. koma skemmtiferðaskipa, gjaldtaka á ferðamenn, hafnarmál, flutningur stjórnsýslu í Stykkishólm svo fátt eitt sé nefnt.

Á fundinum  voru eftirtaldir kosnir í  stjórn Framfarafélags Flateyjar:

Gyða Steinsdóttir            – Sunnuhvoli                      – formaður
Hörður Gunnarsson       – Vesturbúðum                  – varaformaður
Svava Sigurðardóttir      – Eyjólfshúsi                       – gjaldkeri
Daði Sigurþórsson         – Bræðraminni                   – meðstjórnandi
Kristín Ingimarsdóttir      – Sólbakka                          – meðstjórandi

Um kvöldið var síðan Vetrarháhátíð Framfarafélagsins haldin í Fáksheimilinu – Eyjólfshús sá um hátíðina sem tókst í alla staði mjög vel.
Að ári mun Byggðarendi taka við keflinu og sjá um vetrarhátíð 2016.

Umhverfisverðlaunin voru veitt Strýtu – þetta var í annað sinn sem verðlaunin falla þeim Valdimar og Guðrúnu í skaut.