Fréttir

Ferðir í Flatey um jól og áramót

Baldur

Stjórn Framfarafélagsins á í viðræðum við Sæferðir varðandi ferðir út í Flatey yfir hátíðarnar. Að því tilefni hefur verið sett upp könnun á Facebook síðunni Flateyingar þar sem fólk er beðið um að segja hvenær það ætlar að dvelja í Flatey yfir jól og/eða áramót. Við hvetjum alla til að taka þátt svo hægt sé að koma með sem bestar tillögur að ferðum til Sæferða.