Fréttir

Bókhlaðan afhent, athöfn frestað (uppfærð frétt)

Bókhlaðan í Flatey

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra er veik og var að boða forföll í athöfnina á laugardaginn. Því hefur verið ákveðið að fresta athöfninni fram á sumar. 

Upprunaleg frétt

Á laugardaginn verður stórviðburður í Flatey, þegar Bókhlaðan verður formlega afhent ríkinu til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Athöfnin hefst klukkan 17:30 við Bókhlöðuna og hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra boðað komu sína ásamt fulltrúum Minjaverndar og Þjóðaminjasafns Íslands. Við hvetjum að sjálfsögðu alla Flateyinga til að mæta á þennan sögulega viðburð.

Einnig má geta að Tryggvi Harðarson, Sveitastjóri Reykhólahrepps, mætir með fyrri ferð á laugardaginn og í för með honum nýráðinn slökkviliðsstjóri. Þeir munu fara yfir slökkvibúnað sveitarfélagsins og skoða aðstæður. Ekki verðu æfing að þessu sinni.

Frétt uppfærð 7. júní 2019, kl. 16:45