Vestmanaeyjaferjan Herjólfur fer í reglubundna slipptöku í maí og mun Breiðafjarðaferjan Baldur sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á meðan slipptökunni stendur.
Baldur mun sigla skv. áætlun á Breiðafirði til 30. apríl og hefja siglingar frá Vestmannaeyjum 2. maí. Stefnt er að því að ferjan verði svo komin aftur á áætlun á Breiðafirði sunnudaginn 21. maí.
Farþegabáturinn Særún mun þjónusta farþega á leið í og úr Flatey þann tíma sem Baldur verður fjarri vegna þessa verkefnis, segir í tilkynningu frá Herjólfi.