Fréttir

Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar

Sumardagur_i_Flatey_AG_2012_litur
Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar verða haldnir laugardaginn 3. mars n.k. í sal Lions á Íslandi, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi.
 
Aðalfundur Flateyjarveitna hefst kl. 12:30 og er dagskráin eftirfarandi:
 1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2017 
 2. Reikningar félagsins fyrir undanfarandi starfsár 2017
 3. Fjárhagsáætlun stjórnar fyrir yfirstandandi starfsár 2018 
 4. Tillaga stjórnar um félagsgjald fyrir næsta starfsár 2018 
 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins 
 6. Kosning stjórnar og formanns skv. ákvæðum 4. kafla samþykkta félagsins 
 7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga úr hópi félagsmanna utan stjórnar 
 8. Önnur mál
 
Aðalfundur Framfarafélagsins hefst kl. 14:00 og er dagskráin eftirfarandi:
 1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2017
 2. Reikningar félagsins fyrir árið 2017 lagðir fram til umræðu og samþykktar
 3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 lögð fram til umræðu og samþykktar
 4. Tillögur til breytinga á lögum félagsins
 5. Kosning stjórnar og formanns skv. gr. 3.1.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga úr hópi annarra félaga.
 7. Skýrslur annarra félaga eða nefnda tengdum Flatey sem óska eftir að gera grein fyrir starfi sínu.
 8. Önnur mál.

Stjórn Framfarafélagsins vill minna félagsmenn á lög félagsins og eðli málsins samkvæmt sérstaklega þær greinar sem snúa að aðalfundi og atkvæðagreiðslum. Áhugafólki um málefni Flateyjar sem ekki eru félagsmenn í Framfarafélagi Flateyjar er bent á 3. lið fyrstu greinar um aukafélagsaðild. 

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundina og minnum um leið á Vetrarhátíð Framfarafélagsins sem byrjar kl. 19:00 að kvöldi sama dags í Gala salnum, Smiðjuvegi 1 í Kópavogi (Grá gata).

 
Með bestu kveðjum,
Stjórn Flateyjarveitna og
Stjórn Framfarafélags Flateyjar
 
Mynd: AG 2012