Vogur (Nýjahús, Jónshús, Jakobshús, Prestshús)

Vogur (Nýjahús, Jónshús, Jakobshús, Prestshús)

Eigandi: 

Aðalheiður Sigurðardóttir og Guðmundur Lárusson

Um húsið: 

Byggt 1885 af Jóni Guðmundssyni kaupmanni.Byggingarár: 1885. Hönnuður er ókunnur en trúlega er húisð innflutt frá Noregi.
Jón var fæddur á Mýrum í Dýrafirði en kom til Flateyjar 1870 sem verslunarfélagi Bents kaupmanns Jónssonar.  Húsið við Grýluvog hét í fyrstu Nýjahús síðan Jónshús, Vogshús og nú síðast Vogur en það var bústaður margra presta í Flatey s.s. sr. Sigurðar Haukdals, faðir Eggerts alþingismanns á Bergþórshvoli, fæddur í Flatey árið 1933.  Í fjöldamörg ár var rekið gisti- og veitingahús í Vogi á sumrin.  Húsið hefur mjög komið við sögu kvikmynda í Flatey t.d “Ungfrúin góða og Húsið” sem Guðrún Halldórsdóttir Laxness leikstýrði og “Brúðguminn” sem Baltasar Kormákur leikstýrði.