Vertshús (Veitingahús, Hótel Flatey)

Vertshús

Eigandi: 

Karl Gunnarsson og Ása Helga Ragnarsdóttir

Um húsið: 

Byggt árið 1886 og var hönnuður  Magnús vert Magnússon veitingamanni og snikkara.  Hann flutti út í Flatey 1876 og tveimur árum síðar kvæntist hann Þorbjörgu Ólafsdóttur. Magnús stundaði smíðar í Flatey og víðar og byggði m.a. Hagakirkju á Barðaströnd . Hjá honum lærðu margir smíðar og var einn þeirra Bogi Guðmundsson smiður og kaupmaður.  Magnús rak veitingasölu með konu sinni til 1933 auk þess að stunda búskap og sjósókn, einkum hákarlaveiðar.
Eftir að Magnús lést keypti Bogi Guðmundsson í  Bogabúð húsið og rak veitingasöluna í nokkur ár með konu sinni. Seldi hann síðar Guðmundi Zakaríassyni húsið og var rekin veitingasala í húsinu um árabil. Bogi hélt eftir viðbyggingu við austurgafl hússins og byggði ofan á hana eina hæð.
(Sjá Vertshús austur-endi). Ólafur Jónsson kaupir 1966 húsið af Guðmundi.