Sólheimar

Sólheimar

Eigandi: 

Gerður Gestsdóttir

Um húsið: 

Byggt 1935 af Gesti O. Gestssyni en hann var skólastjóri 1933-1960 með hléum.  Húsasmiðameistari og yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss.  Gestur O. er afi Oddnýjar, Gest Karls og Ragnars í Sólheimum.

Byggt 1935 af Gesti Oddfinni Gestssyni kennara, skólastjóra og smið á háhólnum austan við Skansmýri, á svonefndum Myllumó en á þeim stað stóð áður vindmylla Guðmundar Schevings kaupmanns. Gestur fluttist til Flateyjar 1933 er hann tók við skólastjórastöðu í Flatey sem hann gengdi með hléum til 1959. Hann var húsasmíðameistari og var m.a. yfirsmiður við Andakílsárvirkjun og skólahúss við Ljósafoss. Kona Gests var Oddný Ingiríður Sölvadóttir fædd á Gafli í Svínavatnshreppi.