Fréttir

Þriðjudagur, 28. apríl 2015 - 14:00

Í einhverju stórviðrinu í vetur hefur orðið stórtjón á byggingum sem ungir og athafnasamir Flateyingar hafa reist við Lómatjörnina. Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í Lómatjörnina. Ekki náðist í neinn af eigendum  húsanna við gerð fréttarinnar en ljóst er að tjónið er mikið og jafnvel í sumum tilfellum hefur orðið altjón.
Um helgina var byrjað að hreinsa til og flytja rústirnar á brennustæðið, farnar voru um 10 ferðir og er enn töluvert eftir.

Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í Lómatjörnina
Laugardagur, 21. mars 2015 - 18:00

Gyða Steinsdóttir - formaður Framfarafélagsins skrifar:
Nú er komið að þeim ánægjulega áfanga að ný heimasíða hefur verðið tekin í notkun. Undirbúningsvinna hefur staðið í nokkur ár og að baki hennar liggja margar klukkustundir í vinnu sjálfboðaliða innan Flateyjarsamfélagsins. Tilgangur með uppsetningu nýrrar síðu er m.a. að Flateyingar geti komið fréttum á framfæri og skipst á skoðunum. Auk þess er síðan vettvangur miðlunar fróðleiks og mynda um Flatey fyrr og nú.

Gyða Steinsdóttir
Laugardagur, 21. mars 2015 - 14:30

Laugardaginn 14. mars var haldinn aðalfundur Framfarafélags Flateyjar í KR heimilinu í Frostaskjóli. Góð mæting var á fundinum og fóru fram líflegur umræður um málefni Flateyjar s.s. koma skemmtiferðaskipa, gjaldtaka á ferðamenn, hafnarmál, flutningur stjórnsýslu í Stykkishólm svo fátt eitt sé nefnt.

Á fundinum  voru eftirtaldir kosnir í  stjórn Framfarafélags Flateyjar:

Pages