Forsíða

Fréttir

mánudagur, 26. mars 2018 - 18:15

Fyrir örfáum dögum tilkynnti sóknarprestur Flateyjarkirkju, séra Hildur Björk að hún hefði óskað eftir því við Agnesi biskup að hún leysti sig frá embætti sóknarprests Reykhólaprest 30. júní næstkomandi.

Föstudagur, 16. febrúar 2018 - 13:45
Aðalfundir Flateyjarveitna og Framfarafélags Flateyjar verða haldnir laugardaginn 3. mars n.k. í sal Lions á Íslandi, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi.
 
Aðalfundur Flateyjarveitna hefst kl. 12:30 og er dagskráin eftirfarandi:
sunnudagur, 11. febrúar 2018 - 19:45

Framfarafélag Flateyjar heldur aðalfund þann 3. mars nk. og óskar eftir framboðum í stjórn félagsins. Kristín Ingimarsdóttir mun víkja úr stjórn að þessu sinni, en lög félagsins leyfa að hámarki 6 ára setu sem hún hefur nú fyllt með miklum sóma. Aðrir núverandi meðlimir stjórnar gefa að sjálfsögðu kost á sér áfram, enda hrikalega gefandi og skemmtilegt að vinna að hagsmunum Flateyinga. Áhugasamir sendi framboð og fyrirspurnir á Gyðu Steinsdóttur, gydast@simnet.is, formann Framfarafélags Flateyjar.

sunnudagur, 11. febrúar 2018 - 17:00
Hin árlega vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 3. mars í Gala salnum að Smiðjuvegi 1, Kópavogi (Grá gata). Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
 

Pages