Forsíða

Fréttir

mánudagur, 28. maí 2018 - 23:45

Í aðsendri grein frá Gunnari Sveinssyni er fjallað um hækkun fasteignamats og lóðamats  í Flatey og því samfara allt að 345% hækkun fasteignagjalda milli ár (meðalhækkun er 135%).

Miðvikudagur, 16. maí 2018 - 16:45

Nú um hvítasunnuhelgina verður eins og áður farið í hreinsunarferð ef veður og aðstæður leyfa. Einnig eru bekkirninir fyrir áningastaðina komnir í Flatey og viljum við leita til ykkar með aðstoð við að setja þá saman. Til stóð að fá malarefni í stígana en það er ekki klárt ennþá og ekki vitað hvort við náum því í Flatey fyrir Hvítasunnuhelgi.

Miðvikudagur, 25. apríl 2018 - 19:15

Á síðasta aðalfundi FFF kom fram að Reykhólahreppur hyggst reisa brunaskýli í Flatey og hafa sex milljónir verið eyrnamerktar í þetta verkefni.  Ráðgert er að reisa skýlið nú í vor eða sumar og viðræður eru í gangi við smið til að taka að sér verkið. Nú er verið að teikna skýlið sem fer í grenndarkynningu fljótlega.  Staðsetning skýlis verður austan Ráðagerðis við göngustíginn niður að Innstapolli vestan Krákuvarar.

Þriðjudagur, 24. apríl 2018 - 0:45

Framfarafélag Flateyjar stendur fyrir tveimur vinnuferð í eyjuna fögru, nánar tiltekið helgina 11.-13. maí og svo aftur 18.-21. maí (Hvítasunnuhelgin). Fyrir utan að gleðjast með góðu fólki er markmið ferðarinnar að setja saman bekki og lagfæra núverandi stíga og áningarstaði við Tröllenda og inn að Lundabergi. Stjórn FFF hvetur húseigendur til láta sitt ekki eftir liggja og koma að krafti í vinnu þessar helgar.

Pages