Forsíða

Fréttir

mánudagur, 9. mars 2015 - 8:45

Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 14. mars 2015. Í þetta skiptið eru það íbúar í Eyjólfshúsi sem hafa veg og vanda af hátíðinni - tóku við keflinu af Vesturbúðum sem héldu hátíðina í fyrra. Þetta er í sjötta skiptið sem hátíðin er haldin í núverandi mynd, fyrst var hún haldin í Sjóminjasafniðnu veturinn 2009.

Þau hús sem hafa borið ábyrgð á hátíðinni hingað til eru: Vertshús -aðallega Ása (2009),  Ásgarður (2010),  Sólheimar (2011),  Bentshús (2012), Myllustaðir (2013) og Vesturbúðir (2014).

Laugardagur, 7. mars 2015 - 17:30
Dagskrá aðalfundar Flateyjarveitna 2015 sem haldinn verður laugardaginn 14. mars n.k. í KR-heimilinu,
Frostaskjóli kl 13:00 er sem hér segir;

1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2014
2. Reikningar félagsins fyrir undanfarandi starfsár 2014
3. Fjárhagsáætlun stjórnar fyrir yfirstandandi starfsár 2015
4. Tillaga stjórnar um félagsgjald fyrir næsta starfsár 2015
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins
6. Kosning stjórnar og formanns skv. ákvæðum 4. kafla samþykkta félagsins

sunnudagur, 23. nóvember 2014 - 11:00

Á haustin eru farnar vinnuferðir á vegum Dósasöfnunarnefndar kirkjunnar og Flateyjarveitna. Þessa helgina eru vatnsveitumenn að ganga frá og gera frostklárt fyrir veturinn. Eftir að frysta tekur er ekki lengur hægt að fá vatn með Baldri en tankurinn á Tröllenda er fylltur áður og nýtist það vatn fram eftir vetri.

Dósasöfnunin gékk vel þetta árið, í viðtali við Halla Bergmann í fréttum RÚV 20.09.  kom fram að yfir þrjátíuþúsund umbúðir söfnunuðst - andvirði er síðan notað til að  kaupa olíu til að kynda krikjuna. 

Dósamenn
Þriðjudagur, 1. apríl 2014 - 17:30

 Á heimasíðu Framfarafélagsins hafa birst nokkrir pistlar eftir Gunnar Sveinson í Eyjólfshúsi um bækur  tengdar sögu Flateyjar. Gunnar er mikill áhugamaður um málefni Flateyjar og í pistlum sínum hefur hann tengt saman söguna við nútimann. Skrif Gunnars á heimasíðu félagsins er okkur hinum hvatning um að taka upp pennann og setja á blað hugrenningar okkar um Flatey, bæði menn og málefni
 
Gunnar Sveinsson hefur orðið:

Pages