Forsíða

Fréttir

Laugardagur, 21. mars 2015 - 18:00

Gyða Steinsdóttir - formaður Framfarafélagsins skrifar:
Nú er komið að þeim ánægjulega áfanga að ný heimasíða hefur verðið tekin í notkun. Undirbúningsvinna hefur staðið í nokkur ár og að baki hennar liggja margar klukkustundir í vinnu sjálfboðaliða innan Flateyjarsamfélagsins. Tilgangur með uppsetningu nýrrar síðu er m.a. að Flateyingar geti komið fréttum á framfæri og skipst á skoðunum. Auk þess er síðan vettvangur miðlunar fróðleiks og mynda um Flatey fyrr og nú.

Gyða Steinsdóttir
Laugardagur, 21. mars 2015 - 14:30

Laugardaginn 14. mars var haldinn aðalfundur Framfarafélags Flateyjar í KR heimilinu í Frostaskjóli. Góð mæting var á fundinum og fóru fram líflegur umræður um málefni Flateyjar s.s. koma skemmtiferðaskipa, gjaldtaka á ferðamenn, hafnarmál, flutningur stjórnsýslu í Stykkishólm svo fátt eitt sé nefnt.

Á fundinum  voru eftirtaldir kosnir í  stjórn Framfarafélags Flateyjar:

mánudagur, 9. mars 2015 - 8:45

Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardaginn 14. mars 2015. Í þetta skiptið eru það íbúar í Eyjólfshúsi sem hafa veg og vanda af hátíðinni - tóku við keflinu af Vesturbúðum sem héldu hátíðina í fyrra. Þetta er í sjötta skiptið sem hátíðin er haldin í núverandi mynd, fyrst var hún haldin í Sjóminjasafniðnu veturinn 2009.

Þau hús sem hafa borið ábyrgð á hátíðinni hingað til eru: Vertshús -aðallega Ása (2009),  Ásgarður (2010),  Sólheimar (2011),  Bentshús (2012), Myllustaðir (2013) og Vesturbúðir (2014).

Laugardagur, 7. mars 2015 - 17:30
Dagskrá aðalfundar Flateyjarveitna 2015 sem haldinn verður laugardaginn 14. mars n.k. í KR-heimilinu,
Frostaskjóli kl 13:00 er sem hér segir;

1. Skýrsla stjórnar um störf ársins 2014
2. Reikningar félagsins fyrir undanfarandi starfsár 2014
3. Fjárhagsáætlun stjórnar fyrir yfirstandandi starfsár 2015
4. Tillaga stjórnar um félagsgjald fyrir næsta starfsár 2015
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins
6. Kosning stjórnar og formanns skv. ákvæðum 4. kafla samþykkta félagsins

Pages